SIH
SIH(sih) avatar
Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar er stofnað 11. október 1965 af nokkrum áhugasömum mönnum um skotfimi.

Heiti félagsins var í upphafi Skotfélagið í Hafnarfirði en var síðar breytt í Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar til að leggja áherslu á og leiðrétta þann útbreidda misskilning að félagið væri veiðifélag en ekki íþróttafélag.

Skotíþróttafélagið hefur frá stofnun verið innan íþróttahreyfingarinnar með aðild sinni að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og eingöngu æft og keppt í olympiskum skotgreinum

Í upphafi var mikil gróska í starfsemi félagsins og var það aðallega með æfingum og keppni í markskotfimi með 22 cal markrifflum.

Á sama tíma var mikil gróska í Skotfélagi Reykjavíkur og var mikið um keppnir á milli félaganna og eru margar skemmtilegar sögur til um slíka atburði frá gamla rómaða herbragganum í Hálogalandi.

Aðstaða til æfinga var ekki góð fyrstu árin og var fyrst og fremst æft inni og m.a. var bílaverkstæði notað til æfinga.

Síðar flutti aðstaðan í kjallara íþróttahúsins við Strandgötu þar sem aðstaða var sæmileg en starfsemin dalaði að sama skapi og var ekki mikið líf í félaginu fram til ársins 1988.

Þá var með hvatningu frá Skotsambandi Íslands ráðist í að reisa völl undir haglabyssuskotfimi en slík skotfimi hafði ekki verið stunduð áður hjá félaginu.

Skotsamband Íslands stóð að sérstöku átaki fyrir útbreiðslu á þessari íþrótt sem nefnist SKEETog er óhætt að fullyrða að í dag er SKEET lang útbreiddasta skotíþróttin á landinu með góða skotíþróttavelli um allt land.

Völlur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar var reistur í Óbrynnishólum við Bláfjallaveg ofan við Hafnarfjörð.

Aðstaðan var í gömlum malarnámum og aðeins til bráðabirða og var umhverfi hans frekar óhrjálegt þar sem ekki þótti verjandi að eyða tíma né peningum í fegrun umhverfisins við slíkar aðstæður.

Enda kom það á daginn að staðsetninginn hentaði ekki til langframa bæði vegna námuvinnslu og eins vegna hljóðmengunar frá svæðinu sem í raun var staðsett í miðri náttúruparadís þar sem fólk vildi njóta útivistar langt frá skarkala þéttbýlisins.

Þess vegna var farið í að leita að svæði þar sem starfsemin félli betur að skarkala, umferðanið og skyldri starfsemi og félli því betur að umhverfinu en áður.

Einnig var haft í huga við leitina að framtíðarsvæði að þetta væri íþróttafélag sem hefði ákveðnum skyldum að gegna gangvart félagsmönnum sínum og ekki síst gagnvart ungu fólki sem ætti ekki auðvelt að ferðast um langan veg til að komast á æfingar.

Með þessar tvær ástæður að leiðarljósi var hafist handa við að leita að svæði í meiri nálægð við bæinn og þar sem hávær starfsemi væri fyrir.

Staðsetning í nálægð við iðnarhverfi, Reykjanesbraut og á milli tveggja akstursíþróttabrauta er því enginn tilviljun en starfseminni var valinn staður í Kaphelluhrauni rétt ofan við kvartmílubrautina.

Meðan á uppbyggingu stóð var félagið aðstöðlaust í tvö ár en einstaka félagsmenn nýttu sér aðstöðu annarra skoíþróttafélaga og keppnislið félagsins stóð sig framúrskarandi vel þrátt fyrir aðstöðuleysi.

Ný og glæsileg aðstað var síðan tekin í notkun 5 júní 1999 með mikilli opnunarhátíð þar sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði opnaði völlinn með því að klippa í borða í íslensku fánalitunum.

Aðstaðan er öll hin vandaðasta og mikil áhersla er lögð í vinarlegt umhverfi og er búið að sá, planta og tyrfa fyrir miklar upphæðir og með mikillu vinnu.

Svæðið sem fengið hefur nafnið Iðavellir er því eitt hið glæsilegasta á landinu og er óhætt að fullyrða að félagsmönnum líður vel á hinu nýja svæði félagsins.

General Information
Profile:
Personal
Since:
Tuesday, May 16, 2006
Gender:
Other gender
Age:
53
Languages:
Íslenska
Not friend:
add to friends
Virtual Gifts
Please login to send a gift


:)
8 years 9 months ago
My Cities
Hometown: